Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. nóvember 2021 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino svaraði spurningum um Man Utd
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Hvað gerist með Pochettino.
Hvað gerist með Pochettino.
Mynd: EPA
Argentínski knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga.

Pochettino er sterklega orðaður við Manchester United, hvort sem hann myndi taka við núna á miðju tímabili eða næsta sumar.

Hann er núna þjálfari Paris Saint-Germain en sögur hafa verið um það hann sé ekki ánægður hjá félaginu og vilji fara aftur til Englands þar sem fjölskylda hans býr. Hann stýrði áður Tottenham með góðum árangri.

Fjölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvort þjálfarakapallinn verði á þá leið að Pochettino taki strax við United og Zinedine Zidane taki þá við stjórnartaumunum hjá PSG.

Á morgun spilar PSG við Manchester City í Meistaradeildinni og er Pochettino mættur til Manchester. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi áðan og var auðvitað spurður út í sögurnar sem ganga nú um.

„Sögurnar eru til staðar og ég skil það, en það truflar mig ekki. Við þurfum að lifa með sögunum. Ég er einbeittur á leikinn á morgun," sagði Pochettino.

„Ég er ánægður í París. Ég þekki borgina vel því ég var hérna líka sem leikmaður. Það sem ég segi ef þú spyrð er að ég er mjög ánægður í París. Ég ber virðingu fyrir félaginu og ég ætla ekki að segja neitt. Ég elska PSG, stuðningsmennina, borgina. Það er frábært að vera hér."

„Ég er með samning hérna til 2023. Ég er mjög ánægður hjá PSG, það er staðreynd. Ég er ánægður í París, ég vil hafa það á hreinu," sagði Pochettino. Hann kom inn á að hann vildi ekki tala of mikið svo það yrði ekki tekið úr samhengi. Hann hefði áður lent í því.

Hvað þýðir þetta?
Þessi orð Pochettino þýða ekki að það sé útilokað að hann taki við Man Utd. Sögurnar eru þarna úti og þær eru að verða háværari. Það er einhver ástæða fyrir því. Argentínski knattspyrnustjórinn getur í raun ekki sagt mikið í ljósi þess að lið hans á mikilvægan leik í Meistaradeildinni á morgun. Það er erfitt að spá í það hvað mun gerast.

Manchester United mun þurfa að borga 8,4 milljónir punda ef félagið ætlar að losa Pochettino frá PSG.
Athugasemdir
banner