Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 23. nóvember 2022 21:06
Brynjar Ingi Erluson
HM: Góð spilamennska Kanada dugði ekki til
Michy Batshuayi skoraði eina mark leiksins
Michy Batshuayi skoraði eina mark leiksins
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Belgía 1 - 0 Kanada
0-0 Alphonso Davies ('11 , Misnotað víti)
1-0 Mitshy Batshuayi ('44 )

Belgía lagði Kanada, 1-0, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld en það var Michy Batshuayi sem skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Batshuayi átti færi strax í byrjun leiksins en Borjan varði vel í marki Kanada.

Kanadamenn settu síðan í næsta gír og fór að setja á Belga. Liðið fékk vítaspyrnu strax á 9. mínútu eftir að Yannick Carrasco handlék knöttinn innan teigs. Alphonso Davies tók spyrnuna en Thibaut Courtois sá við honum.

Á 38. mínútu vildu Kanadamenn fá aðra vítaspyrnu er Richie Laryea féll í teignum eftir viðskipti sín við Axel Witsel, en ekkert dæmt. Það var svo undir lok fyrri sem Batshuayi skoraði sigurmarkið eftir góða sendingu frá Toby Alderweireld. Framherjinn náði að athafna sig vel áður en hann skoraði framhjá Borjan.

Jonathan David kom sér í kjörið tækifæri til að skora í upphafi síðari hálfleiks eftir laglega fyrirgjöf sen skalli hans fór framhjá markinu.

Hann kom sér í annað færi tíu mínútum fyrir leikslok en Courtois varði skalla hans frábærlega.

Belgar náðu að halda út og fagna 1-0 sigri á Kanada. Erfið byrjun hjá Belgum og telja Kanadamenn sig hafa átt eitthvað skilið úr þessum leik í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner