Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 23. nóvember 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mátti ekki vera með fylkisfána Pernambuco
Mynd: Flagcolorcodes

Brasilía mætir til leiks á HM annað kvöld og á fyrir höndum sér erfiða viðureign gegn spennandi liði Serbíu.


Stór hluti stuðningsmanna brasilíska landsliðsins er mættur til Katar og er einn stuðningsmaður sérstaklega óánægður eftir að hafa verið stöðvaður fyrir að vera með regnbogafána.

Málið með fánann er að það er mynd sem svipar til regnboga á honum. Þetta er þó ekki eiginlegur regnbogi auk þess að vera náttúrulegur partur af fylkisfána Pernambuco fylkis í Brasilíu, þaðan sem stuðningsmaðurinn er.

„Við vorum stöðvuð fyrir að vera með fylkisfána Pernambuco. Þeir héldu að þetta væri LGBT fáni og tóku símann af mér. Þeir leyfðu mér ekki að fá símann aftur fyrr en ég eyddi út myndbandinu sem ég tók af atvikinu," segir stuðningsmaðurinn óánægði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner