Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mið 23. nóvember 2022 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane segir Ten Hag ekki líta vel út í máli Ronaldo
Ten Hag og Ronaldo.
Ten Hag og Ronaldo.
Mynd: EPA
Roy Keane hefur gagnrýnt Erik ten Hag, stjóra Manchester United, fyrir það hvernig hann höndlaði málefni portúgölsku ofurstjörnunnar, Cristiano Ronaldo.

Ronaldo hefur yfirgefið herbúðir Manchester United þar sem hann var ekki í stóru hlutverki hjá Ten Hag.

Ronaldo og hollenski stjórinn náðu ekki vel saman og var best á endanum að leiðir myndu skilja - sem þær svo gerðu. Dropinn sem fyllti mælinn var viðtal sem Ronaldo fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan.

„Ég sýni honum enga virðingu því ég fæ enga virðingu frá honum. Ef þú sýnir mér ekki virðingu þá mun ég aldrei sýna þér virðingu," sagði Ronaldo í viðtalinu um Ten Hag.

Keane, sem lék með Ronaldo hjá Man Utd á sínum tíma, hefur gagnrýnt Ten Hag fyrir það hvernig hann höndlaði Portúgalann en Ronaldo er langstærsta nafnið sem Ten Hag hefur þjálfað á sínum ferli. Keane telur að Ten Hag hafi ekki haft góða stjórn þegar kom að Ronaldo; hann hafi ekki hugsað nægilega vel um hann.

„Mér fannst þetta ekki vel gert hjá Ten Hag. Þetta er erfið staða en stjórinn lítur ekki vel út," sagði Keane við iTV.

„Hluti af því að stjórna liði er að hugsa um vel um stærstu nöfnin. Þú þarft að hugsa öðruvísi um leikmennina sem eru í heimsklassa. Hugmyndin um að koma alveg eins fram við alla leikmennina, þú bara gerir það ekki - það virkar ekki þannig."

Ten Hag náði ekki að hafa Ronaldo með sér í liði og núna er þetta samband á enda.
Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner