Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 23. nóvember 2023 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Chess After Dark 
Kjartan Henry: Vona að Arnar fari og þeir geti ekki rassgat á næsta ári
Úr leik FH og Víkings í sumar.
Úr leik FH og Víkings í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason var gestur í Chess After Dark í gær. Þar kom fram að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram í fótbolta eða ekki. Kjartan sagði að hann væri búinn að ræða við FH og önnur félög hefðu sett sig í samband við sig. Samningur hans við FH rann út eftir að tímabilinu lauk.

Seinna í spjallinu var Kjartan spurður út í Arnar Gunnlaugsson sem orðaður er við þjálfarastarfið hjá Norrköping.

„Arnar er svolítið sérstakur, á góðan hátt, frábær þjálfari. Ég var á námskeiði hjá KSÍ um síðustu helgi þar sem hann var með mjög gott erindi og lagði sóknarleik Víkings sumarið '23 á borðið - sem er ógeðslega flott hjá honum að gera."

„Norrköping er greinilega hrifið af okkur Íslendingum. Mér finnst það alveg rökrétt að Arnar geti gert gott mót þarna. Norrköping er svipað félag og Nordsjælland í Danmörku - það er handbók hvernig fótbolta á að spila. Ungir leikmenn sem koma upp vita að hverju þeir ganga, spila sama kerfi og svo framvegis,"
sagði Kjartan.

„Arnar á það klárlega skilið, hvort að hann sé hrifinn af því eða sé með einhver önnur plön hjá Víkingi verður bara að koma í ljós - hvort að Kári og þeir vilji sleppa honum."

Víkingur vann Íslandsmótið með yfirburðum í sumar. Kjartan var spurður hvort að velgengnin sé að mestu leyti Arnari að þakka, eða hvort að Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen gætu hoppað inn og þá væri eins og Arnar hefði ekki farið.

„Það yrði erfitt. Sölvi er auðvitað búinn að læra helling, en Arnar er með 'presence' og þar kemur kannski ekki maður í manns stað. Ég vona ekki, ég vona að Víkingarnir reyni að gefa hinum liðunum smá séns. Það væri kannski bara fínt fyrir deildina; að þetta verði aðeins jafnara."

„Víkingar eru með rosalega flotta umgjörð og eru búnir að gera mjög vel. Það er eitthvað sem hin liðin verða aðeins að horfa í, bæði innan og utan vallar. Ég held að hin liðin séu að vinna í því. Ég nenni ekki einhverju Víkingsrúnki hérna, ég vona bara að Arnar fari og þeir geti ekki rassgat á næsta ári ef ég á að vera hreinskilinn,"
sagði Kjartan í þættinum.
Athugasemdir
banner
banner