Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
   lau 04. janúar 2025 22:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Glódís Perla með gripinn
Glódís Perla með gripinn
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
„Ég kunni ekki að tala í Rúv viðtali áðan, þetta er gríðarlegur heiður, stolt og þakklát," í viðtali hjá Fótbolta.net eftir að hún var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 í kvöld.

Glódís hefur unnið ýmsa titla í gegnum ferilinn en hún bætti þýska meistaratitlinum í safnið í fyrra og hún fékk hún gæsilegan grip fyrir að vera kjörin Íþróttamaður ársins. Er pláss fyrir þetta heima hjá þér?

„Ég treysti á að pabbi komi þessu fyrir þangað til ég flyt heim einhverntíman," sagði Glódís Perla á léttu nótunum.

„Það er mikið af einstaklingsverðlaunum en það sem skiptir máli er liðið og hvernig einstaklingarnir geta gert hina einstaklingana betri, það er það sem er svo fallegt við fótbolta. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta er ekki bara mitt, þetta eru allir sem ég hef spilað með," sagði Glódís.

Það stærsta að mati Glódísar á árinu var að lyfta þýska meistaratitilinum sem fyrirliði Bayern.

„Ég fór að gráta um leið og það var flautað af og fékk tilfinningaflóðið yfir mig því ég áttaði mig allt í einu á því hvað þetta var allt saman stórt og mikið. Ég var ekki búin að leyfa mér að finna það allt árið, það var extra sérstakt fyrir mig að lyfta þeim titli," sagði Glódís.

„Svo nátturulega að spila fyrir framan fulla stúku af framtíðarfótboltastelpum og vinna Þýskaland og koma okkkur beint á EM, allt á sama degi er ótrúlega dýrmætt og ég held ég muni aldrei gleyma því," sagði Glódís en Ísland tryggði sér sæti á EM í Sviss næsta sumar fyrir framan fulla stúku af stelpum sem voru að keppa á Símamótinu.

Þú áttir frábært ár 2024, verður þetta nokkuð síðra?

„Ég vona ekki, ég á fullt inni og það er mikið af skemmtilegum hlutum framundan á þessu ári líka," sagði Glódís Perla að lokum.
Athugasemdir
banner
banner