Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   lau 04. janúar 2025 22:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kvenaboltinn
Glódís Perla með gripinn
Glódís Perla með gripinn
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Glódís Perla ásamt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins og Þorvaldi Örlygssyni formanni KSÍ
Mynd: KSÍ - Mummi Lú
„Ég kunni ekki að tala í Rúv viðtali áðan, þetta er gríðarlegur heiður, stolt og þakklát," í viðtali hjá Fótbolta.net eftir að hún var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 í kvöld.

Glódís hefur unnið ýmsa titla í gegnum ferilinn en hún bætti þýska meistaratitlinum í safnið í fyrra og hún fékk hún gæsilegan grip fyrir að vera kjörin Íþróttamaður ársins. Er pláss fyrir þetta heima hjá þér?

„Ég treysti á að pabbi komi þessu fyrir þangað til ég flyt heim einhverntíman," sagði Glódís Perla á léttu nótunum.

„Það er mikið af einstaklingsverðlaunum en það sem skiptir máli er liðið og hvernig einstaklingarnir geta gert hina einstaklingana betri, það er það sem er svo fallegt við fótbolta. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að þetta er ekki bara mitt, þetta eru allir sem ég hef spilað með," sagði Glódís.

Það stærsta að mati Glódísar á árinu var að lyfta þýska meistaratitilinum sem fyrirliði Bayern.

„Ég fór að gráta um leið og það var flautað af og fékk tilfinningaflóðið yfir mig því ég áttaði mig allt í einu á því hvað þetta var allt saman stórt og mikið. Ég var ekki búin að leyfa mér að finna það allt árið, það var extra sérstakt fyrir mig að lyfta þeim titli," sagði Glódís.

„Svo nátturulega að spila fyrir framan fulla stúku af framtíðarfótboltastelpum og vinna Þýskaland og koma okkkur beint á EM, allt á sama degi er ótrúlega dýrmætt og ég held ég muni aldrei gleyma því," sagði Glódís en Ísland tryggði sér sæti á EM í Sviss næsta sumar fyrir framan fulla stúku af stelpum sem voru að keppa á Símamótinu.

Þú áttir frábært ár 2024, verður þetta nokkuð síðra?

„Ég vona ekki, ég á fullt inni og það er mikið af skemmtilegum hlutum framundan á þessu ári líka," sagði Glódís Perla að lokum.
Athugasemdir