Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fös 24. janúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Brighton kaupir Aaron Mooy (Staðfest)
Brighton hefur keypt miðjumanninn Aaron Mooy frá Huddersfield á fimm milljónir punda.

Hinn 29 ára gamli Mooy hefur verið á láni hjá Brighton á þessu tímabili.

Frammistaða hans hefur verið góð og félagið ákvað því að kaupa hann í sínar raðir.

Mooy, sem er ástralskur landsliðsmaður, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Brighton.
Athugasemdir
banner
banner