Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 24. janúar 2020 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Heimir vill fá betri leikmenn til Al-Arabi
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson horfði á sína menn í Al-Arabi tapa 1-3 gegn Al-Duhail í katarska boltanum í dag.

Al-Duhail er á toppi deildarinnar og var marki yfir þegar Fahad Al-Abdulrahman fékk rautt spjald á 80. mínútu. Tíu leikmenn Al-Arabi komust nálægt því að jafna en það voru gestirnir sem innsigluðu sigurinn eftir skyndisókn í uppbótartíma.

„Við áttum mjög góðan leik gegn besta liði deildarinnar. Ég er stoltur af strákunum og baráttunni sem þeir sýndu," sagði Heimir.

„Stóru liðin hafa gæðamikla leikmenn sem okkur vantar en við erum ekki langt frá því að geta spilað á þeirra stigi. Í dag áttum við skilið stig en munurinn á liðunum voru einstaklingsgæðin. Þau gerðu gæfumuninn.

„Ég væri til í að vera með jafn sterkan bekk og lið eins og Al-Duhail eða Al-Sadd. Við erum að nálgast þessi lið í gæðum en erum ekki alveg komnir þangað."


Mario Mandzukic og Medhi Benatia voru í byrjunarliði Al-Duhail á meðan Al-Arabi tefldi fram Aroni Einari Gunnarssyni, Marc Muniesa og Hamdi Haraboui.

Al-Arabi er fimmta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner