fös 24. janúar 2020 11:10
Magnús Már Einarsson
Lukaku: Conte kallaði mig rusl
Antonio Conte og Romelu Lukaku.
Antonio Conte og Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Romleu Lukaku, framherji Inter, segir að Antonio Conte þjálfari liðsins hafi látið sig heyra það fyrir framan allt liðið eftir leik gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í vetur. Lukaku spilaði allan leikinn en að leik loknum fékk hann að heyra það hjá Conte inn í búningsklefa.

„Stjórinn segir það beint í andlitið á þér hvort þú ert að standa þig vel eða illa," sagði Lukaku.

„Ég man eftir einum af fyrstu leikjunum mínum í Meistaradeildinni gegn Slavia Prag þegar ég spilaði mjög illa. Ég var rusl þann daginn og ég fékk virkilega að heyra það fyrir framan allt liðið."

„Ég hafði aldrei lent í þessu áður. Hann sagði mér að ég væri rusl og að hann myndi taka mig af velli eftir fimm mínútur ef að ég myndi spila aftur svona."

„Hann lét mig heyra það og traðkaði á sjálfstraustinu mínu en það vakti mig á sama tíma. Hann gerir þetta við alla, það skiptir ekki máli hver þú ert. Allir eru jafnir."

Athugasemdir
banner
banner
banner