Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 24. janúar 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United sektað eftir Liverpool leikinn
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Manchester United um 20 þúsund pund (3,2 milljónir króna) eftir hegðun leikmanna í 2-0 tapinu gegn Liverpool um síðustu helgi.

Leikmenn United brjáluðust á 27. mínútu leiksins. Roberto Firmino skoraði þá mark sem var síðar dæmt af eftir að VAR skoðaði atvikið.

VAR taldi Virgil van Dijk hafa brotið á David De Gea markverði Manchester United í aðdraganda marksins.

De Gea og leikmenn Manchester United mótmæltu harðlega við Craig Pawson dómara eftir makrið og Spánverjinn fékk meðal annars gula spjaldið.
Athugasemdir
banner
banner