Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. janúar 2022 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslendingarnir komu allir að marki hjá FCK - Orri að stimpla sig vel inn
Orri fagnar með Hákoni Arnari í leik með U19 síðasta haust. Með þeim er Danijel Dejan Djuric, leikmaður FC Midtjylland.
Orri fagnar með Hákoni Arnari í leik með U19 síðasta haust. Með þeim er Danijel Dejan Djuric, leikmaður FC Midtjylland.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Orri Steinn Óskarsson komst á blað með aðalliði FC Kaupmannahafnar í síðustu viku. Þá skoraði hann í æfingaleik gegn Hvidövre sem var hans fyrsti með aðalliðinu.

Orri var aftur á ferðinni í dag og tókst aftur að skora, nú eftir að hafa komið inn af bekknum. gegn Helsingor. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FCK en Orri og Hákon Arnar Haraldsson byrjuðu á bekknum.

Orri og Hákon komu inn á í hálfleik og Ísak spilaði áfram, spilaði allar 90 mínúturnar. Staðan í hálfleik var 0-1 fyrir Helsingor en FCK jafnaði snemma í seinni hálfleik, mark eftir hornspyrnu frá Ísaki.

Á 75. mínútu komst FCK svo yfir eftir að Hákon lyfit boltanum inn á Orra sem skoraði með góðu skoti, alíslenskt mark! Á 90. mínútu fann Hákon félaga sinn Orra aftur og skoraði Orri en rangstaða var dæmd. Lokatölur urðu 3-2 fyrir FCK.

Andri Fannar Baldursson lék ekki með FCK í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner