Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. janúar 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Orri Steinn: Geggjað að fá sénsinn og nýta hann
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Orri Steinn Óskarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir aðallið FC Kaupmannahafnar í gær þegar hann skoraði í æfingaleik gegn Hvidövre.

Orri var í byrjunarliði FCK og skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu. Hann fékk stungusendingu frá Ísaki Bergmanni Jóhannessyni, fór framhjá markverði andstæðingana og skoraði svo með föstu skoti.

Orri, Ísak og Andri Fannar Baldursson voru allir í byrjunarliði FCK og fóru af velli í hálfleik. Hákon Arnar Haraldsson kom inn á í hálfleik og skoraði fyrra mark FCK í seinni hálfleik.

„Tilfinningin var mjög góð. Það er geggjað að fá sénsinn og að nýta hann," sagði Orri í stuttu samtali við Fótbolta.net.

Orri tjáði sig í viðtali sem birtist á miðli FCK. „Við vorum með nokkra hluti sem við ætluðum að einbeita okkur að í leiknum og mér fannst við leysa þá hluti vel sem lið."

„Þegar þú færð tækifæri þá verðuru að nýta það og það er alltaf frábært að skora. Við áttum gott samspil, ég fékk boltann frá Ísaki, fór framhjá markmanninum og kláraði,"
sagði Orri.


Athugasemdir
banner
banner