Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. janúar 2022 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telur að Patrick verði á bekknum hjá Val í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ótímabær spá fyrir efstu deild karla næsta sumar í Útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.

Þar er Val spáð öðru sæti en það hafa orðið tölverðar breytingar bæði á leikmannahópi og þjálfarateymi liðsins. Liðið endaði í 5. sæti á síðustu leiktíð sem voru mikil vonbrigði fyrir Hlíðarendaliðið.

Elvar Geir, Tómas Þór og Sverrir Mar fóru yfir málin. Tómas spurði Sverri nokkrar spurningar í tengslum við Val en hann sagði að hann sér fyrir sér að Patrick Pedersen muni verma varamannabekkinn í sumar.

„Það er ekki búið að svara mér þessum spurningum. Patrick eða Aron verða uppá topp, Heimir er ekki að fara breyta úr 4-2-3-1. Ég held að Aron Jó verði uppá topp og Patrick verði bara á bekknum," sagði Sverrir.

„Ef þú vinnur ekki Íslandsmótið með Patrick Pedersen á bekknum, þá er eitthvað að," Sagði Tómas.

Sverrir hefur enga trú á Patrick miðað við samkeppnina sem hann er í.

„Hann hefur aldrei virkað með samkeppni. Í fyrra var Sverrir Páll Hjaltested backup, hann var farinn að byrja aðeins og það hjálpaði Patrick ekki neitt. Hann gat ekkert í fyrra þangað til öll pressa var farinn og hann skoraði þrennu á móti Fylki í loka leiknum þegar þeir unnu 8-0 eða eitthvað."

„Ég á eftir að sjá gamla Patrick Pedersen aftur ef hann er að fara vera í byrjunarliðinu með alla þessa gæja líka."

Tómas telur að hann muni detta í gang með alla þessa hjálp í kringum sig.
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin 2022
Athugasemdir
banner
banner