West Ham og Sunderland mætast í 23. umferð ensku úrvaldeildarinnar klukkan 12:30 í Lundúnum í dag.
Það sem er helst að frétta úr herbúðum West Ham er það að El Hadji Malick Diouf er kominn til baka frá Marokkó þar sem hann varð Afríkumeistari með Senegölum en hann kemur á bekkinn í dag.
Lucas Paqueta, sem reynir að komast frá West Ham, er ekki í hópnum.
West Ham nær samt að stilla upp sama liði og vann Tottenham 2-1 í síðasta leik.
Granit Xhaka er ekki með Sunderland vegna meiðsla. Eliezer Mayenda kemur inn í hans stað.
West Ham: Areola, Scarles, Todibo, Mavropanos, Summerville, Wan-Bissaka, Soucek, Fernandes, Pablo, Bowen, Castellanos.
Sunderland: Roefs, Ballard, Mayenda, Mundle, Alderete, Mandava, Mukiele, Sadiki, Le Fee, Hume, Brobbey.
Athugasemdir




