Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 11:57
Brynjar Ingi Erluson
West Ham nær munnlegu samkomulagi um Adama Traore - „Here we go!“
Mynd: EPA
Spænski leikmaðurinn Adama Traore er á leið til West Ham frá Fulham. Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano setur „Here we go!“ á skiptin.

Traore er 29 ára gamall kantmaður sem getur einnig spilað sem vængbakvörður.

Hann hefur fengið takmarkaðar mínútur undir stjórn Marco Silva hjá Fulham á þessari leiktíð og hefur nú ákveðið að færa sig um set, en hann er við það að ganga í raðir West Ham.

Romano segir munnlegt samkomulagi í höfn hjá West Ham og Fulham og nú sé unnið að því að ganga frá allri pappírsvinnu ásamt læknisskoðun áður en hann skrifar undir.

Traore er uppalinn hjá Barcelona, en hefur einnig spilað með Middlesbrough, Aston Villa og Wolves. Þá á hann 8 A-landsleik fyrir spænska landsliðið.


Athugasemdir
banner