Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   mán 24. febrúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Barcelona í eftirliti vegna kóróna veirunnar
Barcelona mætir til Napoli í dag fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni annað kvöld.

Leikmenn Barcelona verða skoðaðir ítarlega við komuna til Ítalíu af ótta við kóróna veiruna.

Kóróna veiran hefur smitast á milli fólks á Ítalíu undanfarna daga en fjórum leikjum var frestað í Serie A um helgina til að forðast frekari útbreiðslu.

Allir leikmenn Barcelona verða hitamældir við komuna til Ítalíu og fylgst verður vel með þeim næstu dagana.

Ef einhver leikmaður mælist með hita verður hann sendur beint á sjúkrahús.
Athugasemdir
banner
banner