Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. febrúar 2020 13:03
Elvar Geir Magnússon
Nketiah: Hringið í mig ef ykkur vantar mark
Nketiah tekur símafagnið.
Nketiah tekur símafagnið.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn tvítugi Eddie Nketiah hefur byrjað síðustu tvo leiki Arsenal og skoraði í 3-2 sigrinum gegn Everton í gær.

Hann fagnaði marki sínu með því að þykjast vera að taka símtal en hann fagnaði mörkum sínum fyrir Leeds, þar sem hann var á láni, með sama hætti.

„Þetta varð til á undirbúningstímabilinu þar sem við grínuðumst með að ef þér vantaði mark þá ættir þú að hringja í mig. Ég nýt þess að skora mörk og vinum mínum finnst þetta fagn skemmtilegt því þeir vilja að ég hringi í þá þegar ég næ að skora," segir Nketiah.

„Ég fagna öllum mörkum sem ég skora, hvort sem ég skora þau í garðinum eða með Arsenal."

Nketiah byrjaði bara tvo leiki í Championship með Leeds þar sem hann var á láni fyrr á tímabilinu. Hann segir þó að dvölin hjá Leeds hafi gert sig að betri leikmanni.

„Þetta var góð reynsla fyrir mig og lærdómur sem leikmaður. Ég átti góðar stundir þó spiltíminn hafi verið minni en ég vonaðist eftir. Marcelo Bielas er kröfuharður þjálfari og ég lærði mikið."

Nketiah var á leið í lán til Bristol City í janúar en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ákvað að hætta við á síðustu stundu og halda leikmanninum í sínum röðum.
Athugasemdir
banner
banner