Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 24. febrúar 2024 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola gagnrýnir fyrirkomulagið: Leikmennirnir mínir eru ofurmenni
Mynd: Getty Images

Manchester City vann nauman sigur á Bournemouth í kvöld en Phil Foden skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.


Það hefur verið mikið álag á leikmannahópi Manchester City en liðið vann þrennuna á síðustu leiktíð og spilaði því þvílíkt magn af leikjum.

Liðið átti erfitt uppdráttar fyrri hluta tímabilsins í ár en hefur verið á fullu skriði að undanförnu. Pep Guardiola hrósaði leikmönnunum sínum en gagnrýndi fyrirkomulagið í viðtali á Sky Sports eftir leikinn í kvöld.

„Ég dýrka leikmennina mína, þeir eru ofurmenni, þeir spila þriðja hvern dag. Þegar fólk spyr hvort við getum haldið sama dampi í úrvalsdeildinni er svarið nei. Við spilum fleiri leiki en allir aðrir. Takk fyrir skipulagið, þetta er of mikið en við verðum að halda áfram," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner