Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 24. mars 2020 16:22
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sportið í dag 
Böddi löpp einn í Póllandi - Má ekki hitta liðsfélaga
Böddi löpp ásamt Arnari Daða fréttaritara Fótbolta.net.
Böddi löpp ásamt Arnari Daða fréttaritara Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Böðvar Böðvarsson, atvinnumaður hjá Jagiellonia Bialystok, er í útgöngubanni í Póllandi.

Pólska deildin var stöðvuð vegna heimsfaraldursins og óvíst er hvenær hún mun fara aftur af stað.

Böðvar var í viðtali í Sportið í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson um þessar furðulegu aðstæður.

„Þetta eru ellefu dagar sem við höfum verið heima að æfa. Við megum fara út í búð og út að hlaupa. Ég hef leyfi til að fara til sjúkraþjálfara en hann meðhöndlar mig eins og ég sé ofursmitaður. Hann er bara í glerbúning," segir Böðvar sem notar dauða tímann í að spila tölvuleiki.

„Ég er bara einn og við megum ekki hitta liðsfélagana. Ég er bara í Call of Duty og í Football Manager. Ég er búinn að koma FH í Meistaradeildina í Football Manager."

Böðvar hefur verið að glíma við meiðsli síðan á undirbúningstímabilinu.

„Það er kannski ágætt að vera í sóttkví núna meiddur, þá hefur maður lengri tíma til að jafna sig. En þetta er ekki skemmtilegt," segir Böðvar sem ræddi aðeins um stöðu sína hjá Jagiellonia.

„Maður væri til í að vera búinn að spila meira. Ég á eitt ár eftir af samningnum í sumar og það verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þó spiltíminn mætti vera meiri þá gæti ég alveg hugsað mér að vera hérna út samninginn," sagði Böðvar við Sportið í dag sem er á Stöð 2 Sport alla virka daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner