Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 24. mars 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningurinn á leiðinni til Tuchel - Fyrsta æfingin á mánudag
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel mun á næstu klukkutímum fá samning sendan frá þýska stórveldinu Bayern München.

Það var sagt frá því í gær að Bayern hefði tekið ákvörðun um að reka Julian Nagelsmann.

Ráðamenn hjá Bayern komust að þeirri niðurstöðu að þau tíu stig sem Bayern hefur misst af á þessu ári séu stjóranum að kenna. Markmiðið hjá Bayern er að vinna deildina og staðan í deildinni óásættanleg. Ákveðið var að landsleikjahléið væri rétti tímapunkturinn til að fá inn Tuchel.

Tuchel nær að stýra nokkrum æfingum áður en Bayern mætir Dortmund um aðra helgi í toppslag deildarinnar. Dortmund er með eins stigs forskot á tífalda meistara Bayern.

Tuchel mun skrifa undir samning þangað til í júní 2025 og fyrsta æfing hans verður á mánudaginn. Tuchel hikaði ekki að sögn Fabrizio Romano, hann er tilbúinn í þetta verkefni.
Athugasemdir
banner