Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool mun ræða aftur við hollenska þjálfarann Arne Slot á næstu vikum en þetta segir Fabrizio Romano á X.
Arne Slot er nú talinn líklegastur til að taka við af Jürgen Klopp í sumar en enski blaðamaðurinn Paul Joyce greindi frá því að hann væri aðalskotmark félagsins í gær.
Slot vann hollenska bikarinn með Feyenoord á dögunum og varð þá deildarmeistari á síðasta tímabili, en hann kom einnig liðinu í úrslit Sambandsdeildar Evrópu árið 2022, á fyrsta árinu sem keppnin var haldin.
Liverpool var lengi vel á eftir Xabi Alonso áður en hann tók ákvörðun um að vera áfram hjá Bayer Leverkusen. Portúgalinn Ruben Amorim hefur einnig verið orðaður við enska félagið en hann mun væntanlega tilkynna á laugardaginn að hann verði áfram hjá Sporting.
Fabrizio Romano segir að Liverpool hafi rætt við Slot einu sinni og er planið að ræða aftur við hann á næstu vikum. Þar munu stjórnarmenn Liverpool fara fleiri lykilatriði verkefnisins.
Athugasemdir