Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 24. apríl 2025 14:45
Brynjar Ingi Erluson
Vardy: Ég er í rusli yfir þessu
Jamie Vardy
Jamie Vardy
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jamie Vardy, framherji Leicester City, sendi frá sér kveðjuyfirlýsingu á Instagram í dag, en þetta verður hans síðasta tímabil í treyju félagsins.

Englendingurinn og Leicester greindu frá tíðindunum í dag en hann eyddi þrettán árum þar.

Vardy, sem er 38 ára gamall, spilaði í utandeildinni áður en hann var fenginn til Leicester árið 2012.

Hann náði ótrúlegum árangri hjá félaginu. Árið 2016 varð hann Englandsmeistari eftir eitt svakalega öskubuskuævintýri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og síðan bikarmeistari árið 2021.

Á þessum árum hans hjá Leicester hefur hann skorað 143 mörk í úrvalsdeildinni og verið með allra bestu framherjum deildarinnar þó hann hafi ekki spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrr en hann var 27 ára gamall.

„Ég hef verið hér í svo langan tíma, svo lengi að ég hélt að þessu myndi aldrei ljúka. Ákvörðunin var jafn erfið og það var að skrifa þessi orð. Leicester hefur verið mitt annað heimili og hluti af fjölskyldu minni og lífi síðustu þrettán ár.“

„Við gerðum hið ómögulega fyrir níu árum er við unnum ensku úrvalsdeildina. Við unnum síðan enska bikarinn og það var fyrir þig, Vichai. Við komumst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en á undan því björguðum við okkur á ótrúlegan hátt frá falli. Þessar góðu minningar verða varðveittar að eilífu.“

„Listinn er langur af fólki sem ég vil þakka en ég byrja á Vichai, Top og Nigel Perason fyrir að hafa gefið mér, 25 ára gömlum utandeildarframherja, tækifærið til að verða ekki bara atvinnumaður í fótbolta heldur líka til að spila fyrir þetta frábæra félag. Þið höfðuð trú á mér og vonandi náði ég að skila einhverju til baka.“

„Ég vil þakka öllum hinum stjórunum, þjálfurum og starfsteymnu sem hjálpaði mér og þurfti stundum að þola mig í gegnum þessi ár. Til liðsfélaga minna vil ég segja að þetta hafa verið alger forréttindi að spila með ykkur og þá sérstaklega bræðrabandinu frá 2016.“

„Til stuðningsmanna vil ég segja að þið tókuð á móti mér með hjartahlýju, stóðuð við bakið á mér í gegnum erfiða tíma í byrjun og hvöttuð mig til að verða besta útgáfan af sjálfum mér. Ég fann alltaf fyrir stuðningi ykkar og get ekki lýst því í orðum hvernig þið létuð mér líða á vellinum. Ég verð alltaf einn af ykkur.“

„Eina eftirsjá mín, og er ég alveg í rusli yfir þessu, að hafa ekki getað kvatt ykkur eftir mun betra tímabil. Ég vildi ekki enda feril minn hér á þennan hátt.“

„Að lokum vil ég koma því á framfæri að ég er ekki að leggja skóna á hilluna. Ég vil halda áfram að spila og gera það sem ég nýt þess mest að gera og það er að skora mörk, Takk að eilífu,“
sagði Vardy á Instagram.
Athugasemdir
banner