Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 24. maí 2020 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Allir aldurshópar mega iðka íþróttir án takmarkana
Fyrir helgi staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að allir aldurshópar megi hefja íþróttaiðkun án takmarkana frá og með morgundeginum, mánudeginum 25. maí.

Það verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum þar sem samkomubann er enn í gildi. Ekki mega fleiri en 200 einstaklingar vera á sama stað.

Stefnt er á að afnema samkomubannið 21. júní ef kórónuveiran gerir ekki vart um sig aftur.

Fólki er áfram ráðlagt að virða tveggja metra regluna og mun hún vera í gildi á íþróttasvæðum, til dæmis við miðakaup og í sjoppu.

Þá gilda áfram reglur um þrif og sótthreinsun almenningsrýma.
Athugasemdir