Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. maí 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ómögulegt að fara af stað 12. júní"
Mynd: Getty Images
Varnarmaður Watford, Christian Kabasele, segir það ómögulegt fyrir ensku úrvalsdeildina að fara af stað að nýju þann 12. júní. Ekki hefur verið spilað í ríflega tvo mánuði vegna heimsfaraldursins.

Kabasele segir of snemmt að fara þá af stað og því fylgi of mikil áhætta, leggi heilsu leikmanna í hættu. „Það er ómögulegt að fara af stað 12. júní. Ég er á þeirri skoðun þar sem þá æfum við í minna en þrjár vikur eftir langan tíma þar sem ekkert var spilað," segir Kabasele í Counter Attack hlaðvarpinu.

„Ég efast stórlega um þessa dagsetningu og hef meiri trú á lok júní. Þá höfum við allavega fjórar vikur til að æfa með liðinu. Við sjáum til hvaða gerist en á þessum tímapunkti er stórt spurningarmerki varðandi framhaldið."

„Hjá Watford er þetta mjög skýrt. Hver einasti einstaklingur mun taka sína eigin ákvörðun. Það er enginn sem pressar okkur í að gera eitthvað sem við viljum ekki gera,"
bætti Kabasele við aðspurður hvort einhver pressa væri á leikmenn að mæta til æfinga.

Sjá einnig:
Kabasele kaldhæðinn: Pössum að einn smitist í hverri viku svo við föllum ekki

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner