Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Schweinsteiger um Götze: Þetta eru bestu árin hans
Mario Götze
Mario Götze
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger, fyrrum leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins, segir að Mario Götze eigi eftir að vegna vel í framtíðinni og að hann eigi bestu árin framundan.

Það kom gríðarlega mikið á óvart er Borussia Dortmund tilkynnti það að félagið ætlaði ekki að framlengja samning Mario Götze.

Það er ljóst að Götze, sem er 27 ára gamall, verður samningslaus í sumar en hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár.

Götze var einn sá allra efnilegasti í heiminum fyrir níu árum er hann lék með Dortmund en frábær spilamennska undir stjórn Jürgen Klopp skilaði honum í þýska landsliðið.

Hann reyndist svo hetjan er Þýskaland varð heimsmeistari í Brasilíu er hann skoraði sigurmarkið gegn Argentínu í framlengingu. Hann átti eitt sæmilegt tímabil með Bayern München eftir HM og var síðan seldur aftur til Dortmund árið 2016.

Hann hefur ekki staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans og ákvað Dortmund að framlengja ekki við hann. Hann hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Roma en það verður fróðlegt að fylgjast með næsta skrefi.

„Þetta er mjög leiðinlegt. Við vitum öll að Mario Götze var afar hæfileikaríkur þegar hann var yngri en nú er hann 27 eða 28 ára og bestu árin framundan. Þetta þarf ekki að vera besta félagið í Evrópu en ég vona að hann finni félag þar sem hann fær að spila," sagði Schweinsteiger.
Athugasemdir
banner