Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wenger: Gladdi mikið að sjá Liverpool tapa - Sýnir stærð afreksins
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segist hafa glaðst þegar Liverpool laut í lægra haldi gegn Watford í febrúar.

Þar til kom að þeim leik hafði Liverpool farið ósigrað í gegnum tímabilið í deildinni og var á góðri leið með að jafna afrek Arsenal þegar liðið fór taplaust í gegnum heilt tímabil. Arsenal varð Englandsmeistari tímabilið 2003/4 og tapaði ekki leik. Fyrir það fékk það lið Arsenal viðurnefnið 'The Invincibles', lið sem var ósigrandi.

„Það gladdi mig þegar Liverpool tapaði gegn Watford. Ég fékk fullt af skilaboðum frá stuðningsmönnum Arsenal þann daginn. Ég taldi í alvöru að liðið gæti farið í gegnum tímabilið án þess að tapa," sagði Wenger á beIN SPORTS.

„En þetta sýnir bara hversu erfitt það er að leika þetta afrek okkar eftir."

Arsenal liðið gerði tólf jafntefli leiktíðina 03/04 en Liverpool hafði einungis gert eitt slíkt áður en kom að tapinu á Vicarage Road.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner