Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. maí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Pálmi Rafn og Viktor Bjarki vallarþulir hjá KR í gær
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í þarsíðustu viku skrifaði Hafliði Breiðfjörð eftirfarandi í skýrslu á Fótbolti.net eftir leik KR og Breiðabliks:

„Það er skrítið að þurfa að tala um svona hluti á tímum sem maður hélt að allt væri á réttri leið í þjóðfélaginu. Þó er best að segja það, KR verður að fara að setja sömu virðingu í kvennastarfið og karlastarfið. Flest önnur félög eru komin þangað og nú er komið að KR. Engin vallarklukka og vallarþulur bara í seinni hálfleik eru dæmi um hluti sem er lágmark að bæta úr. Stígum upp í næsta leik KR!"

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Afturelding

Tíu dögum síðar átti KR svo næsta heimaleik og þá var búið að græja ekki mann heldur menn sem vallarþuli.

Það voru þeir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður meistaraflokks karla og íþróttastjóri KR, og Viktor Bjarki Arnarsson, fyrrum leikmaður KR og nú yfirþjálfari hjá félaginu.

„Liðin ganga nú til vallar undir ljúfum tónum Ellýar Vilhjálms. Það er búið að leysa vallarþularmálið mikla í Vesturbænum og á mækinn eru mættar tvær kanónur. Þeir Viktor Bjarki og Pálmi Rafn ætla að sjá um að allt verði eins og það á að vera," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner