Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 24. maí 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Caicedo og Mac Allister eiga skilið að spila á stærra sviði"
Moises Caicedo
Moises Caicedo
Mynd: Getty Images

Moises Caicedo og Alexis Mac Allister leikmenn Brighton hafa lengi verið orðaðir í burtu frá félaginu.


Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og lið sem munu leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili hafa sýnt þeim áhuga.

Roberto De Zerbi stjóri Brighton viðurkennir að þeir gætu verið á förum en heldur í vonina að sú staðreynd að Brighton spili í Evrópudeildinni á næstu leiktíð muni toga í leikmennina.

„Þetta gæti verið síðasti leikurinn, ég veit það ekki. Þeir gætu skipt um félag því þeir eiga skilið að spila á stærra sviði. Við getum boðið þeim upp á að spila í Evrópu því okkar svið er stærra núna," sagði De Zerbi.


Athugasemdir
banner
banner
banner