Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. maí 2023 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Inter bikarmeistari eftir sigur á FIorentina
Lautaro Martínez skoraði bæði mörk Inter
Lautaro Martínez skoraði bæði mörk Inter
Mynd: EPA
Fiorentina 1 - 2 Inter
1-0 Nicolas Gonzalez ('3 )
1-1 Lautaro Martinez ('29 )
1-2 Lautaro Martinez ('37 )

Argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martínez var hetja Inter er liðið varð ítalskur bikarmeistari í níunda sinn eftir að hafa unnið Fiorentina, 2-1, á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Flórensarliðið gat ekki beðið um betri byrjun. Nicolas Gonzalez skoraði af stuttu færi úr teignum eftir kortlagða fyrirgjöf Jonathan Ikone.

Martínez jafnaði fyrir Inter á 29. mínútu og gat það hreinlega ekki verið einfaldara. Marcelo Brozovic þræddi sendingu í gegn hægra megin við teiginn á Martínez sem lagði boltann vinstra megin við Pietro Terracciano, markvörð Fiorentina, og í netið.

Átta mínútum síðar var Martínez aftur á ferðinni fyrir Inter og í þetta sinn eftir skemmtilega sendingu frá Nicolo Barella. Ítalski miðjumaðurinn lyfti boltanum yfir vörn Fiorentina og á Martínez sem þrumaði boltanum á lofti í netið og yfir varnarlausan Terracciano.

Það var í raun ótrúlegt að Fiorentina hafi ekki jafnað metin á síðustu fimmtán mínútunum. Luka Jovic átti skalla rétt framhjá markinu og þá bjargaði Mattia Darmian stórkostlega undir lokin.

Inter er ítalskur bikarmeistari 2023. Ansi gott tímabil hjá liðinu sem er einnig komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner