Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 24. maí 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carson framlengir við Man City (Staðfest)
Mynd: EPA

Hinn 38 ára gamli Scott Carson, markvörður Manchester City hefur framlengt samning sinn við félagið um mun taka slaginn með liðinu á næstu leiktíð.


Hann hefur verið í herbúðum City í um þrjú ár en hefur ekki fengið mörg tækifæri enda var hann aðallega fenginn inn þar sem hann þykir góður fyrir andann í liðinu.

Hann hefur aðeins spilað 111 mínútur með liðinu.

Hann segist spenntur fyrir næsta tímabili.

„Ég legg hart að mér á hverjum degi og læri eitthvað nýtt af Pep Guardiolaog Xabi Mancisidor (markmannsþjálfara City) og heimsklassa leikmönnunum okkar," sagði Carson.

„Vonandi get ég haldið áfram að hjálpa markmönnunum okkar að standa sig á meðan við berjumst um enn fleiri titla."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner