Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
   lau 24. maí 2025 19:26
Elvar Geir Magnússon
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Nýliðar Völsungs frá Húsavík unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu Fjölni 2-1 á heimavelli sínum í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  1 Fjölnir

„Þetta er annar leikurinn í röð sem við vinnum á dramatískan hátt. Mér fannst við yfir heildina spila mjög góðan leik. Við fáum aragrúa af tækifærum og hefðum átt að komast í betri stöðu áður en þeir jafna eftir horn," segir Aðalsteinn.

Elfar Árni fiskaði víti, skoraði úr vítinu og skoraði svo líka sigurmarkið í leiknum.

„Elfar er frábær leikmaður og hefur sýnt það í mörg ár. Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið. Hann er að búa til færi, tekur mikið til sín og gerir mikið aukalega. Að hann sé að skora þessi mörk líka er gríðarlegur bónus. Við erum ógeðslega ánægðir með Elfar Árna."

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum hefur Völsungur nú unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er gegn Þrótti.

„Í næsta leik förum við suður og heimsækjum Jakob Gunnar sem spilaði með okkur í fyrra. Þróttarar unnu Fylki í gær og eru á góðu skriði. Það verður erfitt verkefni."
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Keflavík 4 3 0 1 13 - 4 +9 9
2.    Njarðvík 4 2 2 0 10 - 4 +6 8
3.    ÍR 4 2 2 0 5 - 2 +3 8
4.    Þór 4 2 1 1 11 - 9 +2 7
5.    Þróttur R. 4 2 1 1 6 - 6 0 7
6.    Völsungur 4 2 0 2 5 - 8 -3 6
7.    Fylkir 4 1 2 1 5 - 4 +1 5
8.    HK 4 1 2 1 4 - 5 -1 5
9.    Grindavík 4 1 1 2 11 - 11 0 4
10.    Selfoss 4 1 0 3 3 - 7 -4 3
11.    Fjölnir 4 0 2 2 6 - 9 -3 2
12.    Leiknir R. 4 0 1 3 2 - 12 -10 1
Athugasemdir
banner