Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   lau 24. maí 2025 19:26
Elvar Geir Magnússon
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Nýliðar Völsungs frá Húsavík unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu Fjölni 2-1 á heimavelli sínum í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  1 Fjölnir

„Þetta er annar leikurinn í röð sem við vinnum á dramatískan hátt. Mér fannst við yfir heildina spila mjög góðan leik. Við fáum aragrúa af tækifærum og hefðum átt að komast í betri stöðu áður en þeir jafna eftir horn," segir Aðalsteinn.

Elfar Árni fiskaði víti, skoraði úr vítinu og skoraði svo líka sigurmarkið í leiknum.

„Elfar er frábær leikmaður og hefur sýnt það í mörg ár. Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið. Hann er að búa til færi, tekur mikið til sín og gerir mikið aukalega. Að hann sé að skora þessi mörk líka er gríðarlegur bónus. Við erum ógeðslega ánægðir með Elfar Árna."

Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum hefur Völsungur nú unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er gegn Þrótti.

„Í næsta leik förum við suður og heimsækjum Jakob Gunnar sem spilaði með okkur í fyrra. Þróttarar unnu Fylki í gær og eru á góðu skriði. Það verður erfitt verkefni."
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner