
Nýliðar Völsungs frá Húsavík unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu Fjölni 2-1 á heimavelli sínum í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Völsungur 2 - 1 Fjölnir
„Þetta er annar leikurinn í röð sem við vinnum á dramatískan hátt. Mér fannst við yfir heildina spila mjög góðan leik. Við fáum aragrúa af tækifærum og hefðum átt að komast í betri stöðu áður en þeir jafna eftir horn," segir Aðalsteinn.
Elfar Árni fiskaði víti, skoraði úr vítinu og skoraði svo líka sigurmarkið í leiknum.
„Elfar er frábær leikmaður og hefur sýnt það í mörg ár. Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið. Hann er að búa til færi, tekur mikið til sín og gerir mikið aukalega. Að hann sé að skora þessi mörk líka er gríðarlegur bónus. Við erum ógeðslega ánægðir með Elfar Árna."
Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum hefur Völsungur nú unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er gegn Þrótti.
„Í næsta leik förum við suður og heimsækjum Jakob Gunnar sem spilaði með okkur í fyrra. Þróttarar unnu Fylki í gær og eru á góðu skriði. Það verður erfitt verkefni."
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Keflavík | 4 | 3 | 0 | 1 | 13 - 4 | +9 | 9 |
2. Njarðvík | 4 | 2 | 2 | 0 | 10 - 4 | +6 | 8 |
3. ÍR | 4 | 2 | 2 | 0 | 5 - 2 | +3 | 8 |
4. Þór | 4 | 2 | 1 | 1 | 11 - 9 | +2 | 7 |
5. Þróttur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 7 |
6. Völsungur | 4 | 2 | 0 | 2 | 5 - 8 | -3 | 6 |
7. Fylkir | 4 | 1 | 2 | 1 | 5 - 4 | +1 | 5 |
8. HK | 4 | 1 | 2 | 1 | 4 - 5 | -1 | 5 |
9. Grindavík | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 11 | 0 | 4 |
10. Selfoss | 4 | 1 | 0 | 3 | 3 - 7 | -4 | 3 |
11. Fjölnir | 4 | 0 | 2 | 2 | 6 - 9 | -3 | 2 |
12. Leiknir R. | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 12 | -10 | 1 |
Athugasemdir