
Fjórðu umferð Bestu deildarinnar lauk í dag með tveimur leikjum.
Nýliðar Völsungs tóku á móti Fjölni. Elfar Árni Aðalsteinsson kom hemamönnum yfir úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Grindvíkingar jöfnuðu leikinn á 83. mínútu. Fjölnismenn kláruðu leikinn manni færri eftir að Bjarni Þór Hafstein fékk rautt spjald í lokin.
Völsungur náði að nýta sér liðsmuninn og Elfar Árni skoraði sitt annað mark í uppbótartíma og tryggði 2-1 sigur. Annan leikinn í röð skoraði Elfar sigurmark í uppbótartíma en Völsungur vann Selfoss í síðustu umferð og er með sex stig. Fjölnismenn eru hinsvegar áfram í fallsæti með tvö stig.
„Steinþór Freyr á frábæra fyrirgjöf af vinstri kanti beint á pönnuna á Elfari Árna sem stangar hann inn. Völsungar klára þetta á hádramatískan hátt. Þessi sigur var engu að síður algerlega verðskuldaður," skrifaði Einar Már Þórólfsson í textalýsingu frá leiknum.
Þór gerði góða ferð til Grindavíkur og vann 4-3 útisigur. Þór var yfir í hálfleik en Grindavík jafnaði í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks. Á þriggja mínútna kafla skoruðu Þórsarar síðan í tvígang og tryggðu sér sigurinn. Grindavík skoraði sárabótamark í uppbótartíma. Þórsarar fara upp í fjórða sæti deildarinnar en Grindavík fer niður í níunda sæti.
Nýliðar Völsungs tóku á móti Fjölni. Elfar Árni Aðalsteinsson kom hemamönnum yfir úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Grindvíkingar jöfnuðu leikinn á 83. mínútu. Fjölnismenn kláruðu leikinn manni færri eftir að Bjarni Þór Hafstein fékk rautt spjald í lokin.
Völsungur náði að nýta sér liðsmuninn og Elfar Árni skoraði sitt annað mark í uppbótartíma og tryggði 2-1 sigur. Annan leikinn í röð skoraði Elfar sigurmark í uppbótartíma en Völsungur vann Selfoss í síðustu umferð og er með sex stig. Fjölnismenn eru hinsvegar áfram í fallsæti með tvö stig.
„Steinþór Freyr á frábæra fyrirgjöf af vinstri kanti beint á pönnuna á Elfari Árna sem stangar hann inn. Völsungar klára þetta á hádramatískan hátt. Þessi sigur var engu að síður algerlega verðskuldaður," skrifaði Einar Már Þórólfsson í textalýsingu frá leiknum.
Þór gerði góða ferð til Grindavíkur og vann 4-3 útisigur. Þór var yfir í hálfleik en Grindavík jafnaði í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks. Á þriggja mínútna kafla skoruðu Þórsarar síðan í tvígang og tryggðu sér sigurinn. Grindavík skoraði sárabótamark í uppbótartíma. Þórsarar fara upp í fjórða sæti deildarinnar en Grindavík fer niður í níunda sæti.
Völsungur 2 - 1 Fjölnir
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('37 , víti)
1-1 Daníel Ingvar Ingvarsson ('83 )
2-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('90 )
Rautt spjald: Bjarni Þór Hafstein, Fjölnir ('90)
Lestu um leikinn
Grindavík 3 - 4 Þór
1-0 Ingi Þór Sigurðsson ('2 )
1-1 Viktor Guðberg Hauksson ('28 , sjálfsmark)
1-2 Sigfús Fannar Gunnarsson ('30 )
2-2 Breki Þór Hermannsson ('47 )
2-3 Orri Sigurjónsson ('72 )
2-4 Sigfús Fannar Gunnarsson ('75 )
3-4 Ármann Ingi Finnbogason ('98 , víti)
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 9 | 5 | 4 | 0 | 12 - 4 | +8 | 19 |
2. Njarðvík | 9 | 4 | 5 | 0 | 21 - 9 | +12 | 17 |
3. HK | 9 | 5 | 2 | 2 | 17 - 9 | +8 | 17 |
4. Þór | 9 | 4 | 2 | 3 | 20 - 17 | +3 | 14 |
5. Þróttur R. | 9 | 4 | 2 | 3 | 16 - 15 | +1 | 14 |
6. Völsungur | 9 | 4 | 1 | 4 | 15 - 19 | -4 | 13 |
7. Keflavík | 8 | 3 | 3 | 2 | 15 - 9 | +6 | 12 |
8. Grindavík | 8 | 3 | 2 | 3 | 22 - 19 | +3 | 11 |
9. Leiknir R. | 9 | 2 | 2 | 5 | 10 - 22 | -12 | 8 |
10. Fylkir | 9 | 1 | 4 | 4 | 10 - 14 | -4 | 7 |
11. Fjölnir | 9 | 1 | 3 | 5 | 11 - 19 | -8 | 6 |
12. Selfoss | 9 | 2 | 0 | 7 | 6 - 19 | -13 | 6 |
Athugasemdir