Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 24. júní 2013 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Ellert: Ég var bara að reyna að vekja Fjalar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var ánægður með 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Ellert skoraði sigurmarkið fyrir Blika eftir laglega sókn, en það skóp þrjú stig fyrir Blika sem sitja nú í fjórða sætinu.

,,Mjög ánægður, gerist varla sætara en þetta. Alltaf gaman að skora, en fyrst og fremst var þetta frábær varnarleikur sem skilaði þessum sigri í dag," sagði Ellert.

,,Hvorugt liðið gaf færi á sér í fyrri hálfleik, en svo náðum við þessu marki í seinni hálfleik og eftir það héldum við öguðum og þéttum varnarleik, þetta var einhvern veginn aldrei í hættu."

,,Við þiggjum alltaf þrjá punkta hvernig sem þeir koma. Við horfum fram að næsta leik og tökum einn leik í einu en við erum með okkar markmið og þetta er skref í átt að okkar markmiðum."


Ellert hljóp inn í Fjalar Þorgeirsson, markvörð Vals í leiknum og fékk að launum gult spjald, en Ellert skildi ekkert í því.

,,Ég var bara að reyna aðeins að vekja hann, mér fannst hann vera fölur. Ég átta mig ekki á því hvað ég að gera í þessari stöðu, ég er kominn á ferð og mér fannst hann hlaupa inn í mína hlaupalínu, en ætli þetta sé ekki reynslan hjá kallinum," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner