Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 24. júní 2013 22:32
Brynjar Ingi Erluson
Ellert: Ég var bara að reyna að vekja Fjalar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellert Hreinsson, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var ánægður með 1-0 sigur liðsins á Val í dag.

Ellert skoraði sigurmarkið fyrir Blika eftir laglega sókn, en það skóp þrjú stig fyrir Blika sem sitja nú í fjórða sætinu.

,,Mjög ánægður, gerist varla sætara en þetta. Alltaf gaman að skora, en fyrst og fremst var þetta frábær varnarleikur sem skilaði þessum sigri í dag," sagði Ellert.

,,Hvorugt liðið gaf færi á sér í fyrri hálfleik, en svo náðum við þessu marki í seinni hálfleik og eftir það héldum við öguðum og þéttum varnarleik, þetta var einhvern veginn aldrei í hættu."

,,Við þiggjum alltaf þrjá punkta hvernig sem þeir koma. Við horfum fram að næsta leik og tökum einn leik í einu en við erum með okkar markmið og þetta er skref í átt að okkar markmiðum."


Ellert hljóp inn í Fjalar Þorgeirsson, markvörð Vals í leiknum og fékk að launum gult spjald, en Ellert skildi ekkert í því.

,,Ég var bara að reyna aðeins að vekja hann, mér fannst hann vera fölur. Ég átta mig ekki á því hvað ég að gera í þessari stöðu, ég er kominn á ferð og mér fannst hann hlaupa inn í mína hlaupalínu, en ætli þetta sé ekki reynslan hjá kallinum," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner