Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. júní 2021 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon í byrjunarliði FCK - Fyrsti aðalliðsleikur Jóhannesar
Hákon Arnar
Hákon Arnar
Mynd: Getty Images
Jóhannes Kristinn
Jóhannes Kristinn
Mynd: Norrköping
Liðin í dönsku úrvalsdeildinni eru að hefja undirbúning sinn fyrir komandi átök í dönsku Superliga. FC Kaupmannahöfn lék æfingaleik gegn Hvidovre í dag og var Hákon Arnar Haraldsson í byrjunarliði FCK í leiknum.

Hákon er átján ára Skagamaður sem var í fyrsta sinn í hóp hjá FCK í deildarleik undir lok síðasta tímabils. Hákon var einnig í byrjunarliði FCK þegar liðið lék æfingaleik í undirbúningi sínum fyrir seinni hluta síðasta tímabils.

Hákon lék fyrstu sjötíu mínúturnar í dag og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli.

Í Svíþjóð lék Jóhannes Kristinn Bjarnason sínar fyrstu mínútur með aðalliði Norrköping.

Jóhannes gekk í raðir félagsins frá KR fyrr á þessu ári en hann er sextán ára gamall.

Norrköping er í undirbúningi fyrir komandi átök en nú er sumarfrí í deildinni á meðan Svíþjóð tekur þátt í EM.

Jóhannes kom inn á sem varamaður á 76. mínútu leiksins og lék síðasta korterið í 1-0 sigri gegn Örebro. Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Norrköping og lék fyrstu 75 mínúturnar.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á sama tíma og Jóhannes frændi sinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner