fim 24. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg fer vel af stað - Maður leiksins og fékk gjafabréf
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingarnir í Vålerenga sáu um Arna-Björnar í norsku úrvalsdeildinni á þriðjudag; Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir skoruðu mörk liðsins í 2-0 sigri.

Ingibjörg Sigurðardóttir kom Vålerenga yfir á 71. mínútu leiksins. Hún kláraði eins og sóknarmaður í teignum.

Stuttu síðar bætti hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir við öðru marki Vålerenga. Hún kom inn á sem varamaður eftir um klukkutíma leik. Leikurinn endaði 2-0 fyrir Vålerenga.

Ingibjörg er á sínu öðru tímabili með Vålerenga í Noregi. Í fyrra varð hún bæði deildarmeistari og bikarmeistari. Hún var valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.

Hún fer þetta tímabil ansi vel af stað, en á þriðjudag var hún valin maður leiksins. Fyrir að vera maður leiksins fékk hún gjafabréf fyrir tvo út að borða á veitingastaðnum Trewerket í Osló.

Ingibjörg er 23 ára og lykilmaður í íslenska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner