Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. júlí 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía um helgina - Juventus meistari enn eina ferðina?
Juventus er svo gott sem búið að vinna titilinn.
Juventus er svo gott sem búið að vinna titilinn.
Mynd: Getty Images
Um helgina verður 36. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar spiluð.

Fjörið hefst í kvöld þegar skemmtilegasta lið deildarinnar, Atalanta, fer í heimsókn til AC Milan sem var að endursemja við þjálfara sinn, Stefano Pioli. Atalanta er í öðru sæti, níu stigum frá Juventus, og er Milan í sjötta sæti.

Íslendingalið Brescia, sem er fallið úr deildinni, mætir Parma í fyrsta leik morgundagsins. Genoa tekur svo á móti Inter og Napoli fær Sassuolo í heimsókn. Allir leikir laugardagsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

Á sunudaginn klárast svo umferðin með sex leikjum. Andri Fannar Baldursson gæti fengið að spreyta sig með Bologna gegn Lecce klukkan 15:15 og í lokaleik dagsins getur Juventus mögulega tryggt sér titilinn. Það verður þá níundi meistaratitill Juventus í röð.

föstudagur 24. júlí
19:45 Milan - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)

laugardagur 25. júlí
15:15 Brescia - Parma (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Genoa - Inter (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Napoli - Sassuolo (Stöð 2 Sport 2)

sunnudagur 26. júlí
15:15 Bologna - Lecce (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Roma - Fiorentina
17:30 Cagliari - Udinese
17:30 Spal - Torino
17:30 Verona - Lazio
19:45 Juventus - Sampdoria (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner