Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moli á fleygiferð um landið þriðja sumarið í röð
Mynd: KSÍ
Siguróli Kristjánsson, eða Moli, hefur verið á ferð og flugi í sumar með verkefnið Komdu í fótbolta með Mola.

Moli hefur nú þegar heimsótt 39 staði og hafa 753 krakkar mætt á æfingar hjá honum. Verkefnið er enn í fullum gangi og er áætlað að það standi yfir til loka ágústmánaðar.

Verkefnið hóf göngu sína 2019 og er þetta þriðja sumarið þar sem Moli er á ferð um landið með fótboltann að vopni. Hann heimsækir ýmis bæjarfélög þar sem hann er með æfingar og alls konar leiki. Pönnuvöllurinn svokallaði er það vinsælasta hjá krökkunum.

Hægt er að skoða dagskrá verkefnisins með því að smella hérna.

Hér að neðan má sjá myndband sem KSÍ gaf út fyrr á þessu ári í tengslum við verkefnið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner