Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 24. júlí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Níu leikmenn á sölulista hjá Barcelona
Griezmann var aðeins keyptur fyrir tveimur árum.
Griezmann var aðeins keyptur fyrir tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Fjárhagsmál Barcelona eru í skrúfunni eftir heimskulegar ákvarðanir síðustu ára.

Félagið er núna að reyna að losa sig við að minnsta kosti níu leikmenn að því er kemur fram á Sky Sports.

Antoine Griezmann, Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Leikmenn sem hafa verið keyptir fyrir háar upphæðir á síðustu fimm árum eru allir á sölulistanum. Barcelona keypti Griezmann fyrir 100 milljónir punda plús fyrir aðeins tveimur árum síðan en er tilbúið að selja hann núna.

Það verður erfitt að selja þessa leikmenn þar sem launapakkinn er mjög hár.

Aðrir leikmenn sem Barcelona er til í að selja eru Martin Braithwaite, Miralem Pjanic, Clement Lenglet, Neto, Emerson og Moussa Wague.

Barcelona er líka að ræða við Gerard Pique, Sergio Busquets, Jordi Alba og Sergi Roberto um launalækkun. Það er heldur ekki hægt að útiloka að Börsungar muni selja einn af þessum leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner