Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórsurum gengur bölvanlega í yfirtölu
Lengjudeildin
Þór tapaði gegn Grindavík þrátt fyrir að vera tveimur fleiri í 40 mínútur sirka.
Þór tapaði gegn Grindavík þrátt fyrir að vera tveimur fleiri í 40 mínútur sirka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór Akureyri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig.

Það hefur gengið vel hjá liðinu í sumar með fleiri leikmenn á vellinum á andstæðingurinn. Ef Þór hefði klárað þá leiki sem liðið hefur verið einum og tveimur mönnum fleiri í, þá væri liðið á toppi deildarinnar þessa stundina.

Ef og hefði og allt það, en það er samt sem áður athyglisvert hversu illa Þór hefur gengið einum eða tveimur mönnum fleiri.

Þann 8. júlí tapaði Þór 0-1 á heimavelli gegn Vestra. Nacho Gil skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks, en snemma í seinni háflleik, nánar tiltekið á 50. mínútu, fékk Vladimir Tufegdzic að líta beint rautt spjald. Einum fleiri náðu Þórsarar ekki að skora og lokatölur 0-1.

Fjórum dögum síðar tapaði Þór 2-1 gegn Keflavík þrátt fyrir að Keflavík hafi verið einum færri frá 31. mínútu og tveimur færri frá 82. mínútu eftir tvö rauð spjöld. Keflavík var reyndar 2-0 yfir þegar Frans Elvarsson fór af velli með sitt annað gula spjald, en Þór gekk illa að einum fleiri. Alvaro Montejo minnkaði muninn af vítapunktinum í byrjun seinni hálfleiks, en lengra komst liðið ekki, jafnvel þótt að Kian Williams hafi einnig verið rekinn af velli seint í síðari hálfleik.

Síðastliðinn laugardag tapaði Akureyrarliðið svo 1-0 fyrir Grindavík. Gunnar Þorsteinsson fékk rauða spjaldið á tíundu mínútu og í byrjun seinni hálfleiks fékk Oddur Ingi Bjarnason að líta sitt seinna gula spjald. Níu Grindvíkingar náðu að landa sigrinum. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði eina markið eftir rúman hálftíma.

Viðtal við Pál Viðar Gíslason, þjálfara Þórs, eftir tapið gegn Grindavík má sjá hér að neðan.
Palli Gísla: Svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik
Athugasemdir
banner
banner
banner