Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 24. september 2020 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Heimir: Auðvitað viðurkennum við það að við erum í góðri stöðu
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í Val stefna hraðbyri í átt að Íslandsmeistaratitlinum en liðið lagði FH í Kaplakrika fyrr í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sigurinn breikkar bilið milli Vals og FH á toppi deildarinnar sem er nú 11 stig þegar sex umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Mér fannst við spila vel í þessum leik. Spiluðum skynsamlega, vorum klókir og skoruðum góð mörk og nýttum okkur ákveðna veikleika í varnarleiknum hjá þeim. Fengum á okkur klaufalegt mark í lok fyrri hálfleiks en komum sterkir út í seinni hálfleikinn og náðum að klára þetta,“ sagði Heimir um leik sinna manna í dag.

Það má segja að Valsmenn hafi klárað leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir bættu þriðja marki sínu við eftir aðeins um 90 sekúndur. Skipunin að mæta af krafti skilaði sínu þar.

„Já við vissum það að FH þyrfti að koma hærra með vörnina og við náðum að setja boltann inn fyrir vörnina og klára þetta þannig.“

Forysta Valsmanna er orðin rífleg og annað í raun mjög ólíklegt en að Valur verði meistari þegar yfir lýkur.

„Auðvitað viðurkennum við það alveg að við erum í góðri stöðu en það eru 6 leikir eftir það eru 18 stig. Við þurfum að vera klárir á sunndaginn í erfiðum leik á móti Breiðablik og nýta tímann á milli leikja og ná góðri endurheimt og vera svo klárir.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner