Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 24. september 2020 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Heimir: Auðvitað viðurkennum við það að við erum í góðri stöðu
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Heimir gat fagnað á sínum gamla heimavelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í Val stefna hraðbyri í átt að Íslandsmeistaratitlinum en liðið lagði FH í Kaplakrika fyrr í dag með fjórum mörkum gegn einu. Sigurinn breikkar bilið milli Vals og FH á toppi deildarinnar sem er nú 11 stig þegar sex umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

„Mér fannst við spila vel í þessum leik. Spiluðum skynsamlega, vorum klókir og skoruðum góð mörk og nýttum okkur ákveðna veikleika í varnarleiknum hjá þeim. Fengum á okkur klaufalegt mark í lok fyrri hálfleiks en komum sterkir út í seinni hálfleikinn og náðum að klára þetta,“ sagði Heimir um leik sinna manna í dag.

Það má segja að Valsmenn hafi klárað leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks þegar þeir bættu þriðja marki sínu við eftir aðeins um 90 sekúndur. Skipunin að mæta af krafti skilaði sínu þar.

„Já við vissum það að FH þyrfti að koma hærra með vörnina og við náðum að setja boltann inn fyrir vörnina og klára þetta þannig.“

Forysta Valsmanna er orðin rífleg og annað í raun mjög ólíklegt en að Valur verði meistari þegar yfir lýkur.

„Auðvitað viðurkennum við það alveg að við erum í góðri stöðu en það eru 6 leikir eftir það eru 18 stig. Við þurfum að vera klárir á sunndaginn í erfiðum leik á móti Breiðablik og nýta tímann á milli leikja og ná góðri endurheimt og vera svo klárir.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir