Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 24. september 2020 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Logi Ólafs: Eru væntanlega búnir að sigla þessum titli heim
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mitt mat og okkar mat er það að við erum fyrst og fremst vonsviknir að hafa ekki náð að sýna betri leik en við gerðum," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, eftir 4-1 tap gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

Þetta var afar mikilvægur leikur fyrir FH upp á titilbaráttuna að gera, en eftir tapið er liðið 11 stigum frá toppliði Vals. FH-ingar eiga þó leik til góða.

„Í stöðunni 0-0 teljum við okkur eiga að fá vítaspyrnu. Mörk breyta leikjum eins og sást í þessum leik. Það gerði töluvert fyrir Val að skoða þarna í byrjun."

Rúmri mínútu eftir að FH gerði tilkall í að fá vítaspyrnu þá fór Valur upp á hinum enda vallarins og skoraði.

„Við eigum að vera nógu reyndir til að taka á slíkum málum, en hins vegar teljum við okkur hafa átt að fá vítaspyrnu og ég held að það sé nokkuð ljóst að við áttum að fá hana. Fyrst og fremst fannst okkur við að hafa getað sýnt betri leik en við gerðum, og það er það sem við situm eftir."

„Valur er með sterkasta lið landsins í dag og eru væntanlega búnir að sigla þessum Íslandsmeistaratitli heim."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner