Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
banner
   fim 24. september 2020 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Logi Ólafs: Eru væntanlega búnir að sigla þessum titli heim
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mitt mat og okkar mat er það að við erum fyrst og fremst vonsviknir að hafa ekki náð að sýna betri leik en við gerðum," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, eftir 4-1 tap gegn Val í Pepsi Max-deildinni.

Lestu um leikinn: FH 1 -  4 Valur

Þetta var afar mikilvægur leikur fyrir FH upp á titilbaráttuna að gera, en eftir tapið er liðið 11 stigum frá toppliði Vals. FH-ingar eiga þó leik til góða.

„Í stöðunni 0-0 teljum við okkur eiga að fá vítaspyrnu. Mörk breyta leikjum eins og sást í þessum leik. Það gerði töluvert fyrir Val að skoða þarna í byrjun."

Rúmri mínútu eftir að FH gerði tilkall í að fá vítaspyrnu þá fór Valur upp á hinum enda vallarins og skoraði.

„Við eigum að vera nógu reyndir til að taka á slíkum málum, en hins vegar teljum við okkur hafa átt að fá vítaspyrnu og ég held að það sé nokkuð ljóst að við áttum að fá hana. Fyrst og fremst fannst okkur við að hafa getað sýnt betri leik en við gerðum, og það er það sem við situm eftir."

„Valur er með sterkasta lið landsins í dag og eru væntanlega búnir að sigla þessum Íslandsmeistaratitli heim."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir