Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fös 24. september 2021 10:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn kallað eftir nýjum stjóra: Ég er ekki allra
Newcastle mætir á morgun Watford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. Gengi Newcastle hefur ekki verið sérstakt í upphafi tímabilsins og eru margir stuðningsmenn ekki ánægðir með Steve Bruce, stjóra liðsins.

„Við erum allir í þessu fyrir úrslit og því miður hafa slík ekki náðst til þessa. Úrvalsdeildin er erfið og því fyrr sem úrslitin koma því betra. Vonandi náum við góðum úrslitum um helgina," sagði Bruce á fréttmannafundi í dag.

„Úrslitin gætu haft áhrif á stuðningsmennina. Ég vonast til að þeir hætti sínum söngvum um mig en ég hef margoft sagt að ég er ekki allra og mun gera mitt besta fyrir félagið, það hefur alltaf verið markmiðið. Ég vil að félagið haldi áfram og söngvarnir hindra mig ekki í því," sagði Bruce en stuðningsmenn hafa kallað eftir nýjum stjóra.

'We want Brucey out' hefur heyrst frá stuðningsmönnum.

„Það eru nokkrar raddir sem heyrast. Flestir sem ég hef hitt í borginni óska mér góðs gengis og ég vonast til að það haldi áfram," sagði Bruce.

Joe Willock og Jamaal Lascelles verða ekki með Newcastle á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner