Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   sun 24. september 2023 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
England: Newcastle skoraði átta í Sheffield
Trippier átti stoðsendingaþrennu í dag.
Trippier átti stoðsendingaþrennu í dag.
Mynd: EPA
Lagði upp og skoraði svo fallegt mark.
Lagði upp og skoraði svo fallegt mark.
Mynd: Getty Images

Sheffield United 0 - 8 Newcastle
0-1 Sean Longstaff ('21)
0-2 Dan Burn ('31)
0-3 Sven Botman ('35)
0-4 Callum Wilson ('56)
0-5 Anthony Gordon ('61)
0-6 Miguel Almiron ('68)
0-7 Bruno Guimaraes ('73)
0-8 Alexander Isak ('87)


Sheffield United og Newcastle áttust við í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og tóku gestirnir frá Newcastle forystuna á 21. mínútu þegar Sean Longstaff setti boltann í netið eftir undirbúning frá Anthony Gordon.

Varnarmennirnir Dan Burn og Sven Botman bættu svo tveimur mörkum við fyrir leikhlé. Bæði voru skoruð með skalla eftir fast leikatriði frá Kieran Trippier.

Staðan var 0-3 í leikhlé og skiptu gestirnir um gír í seinni hálfleik þar sem Callum Wilson skoraði á 56. mínútu, áður en Gordon bætti fimmta markinu við og Miguel Almiron svo því sjötta. 

Leikmenn Newcastle skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín þar sem Bruno Guimaraes og Alexander Isak áttu báðir eftir að skora, en lokatölur urðu 0-8. Newcastle jafnar þar með sitt eigið félagsmet yfir stærsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 8-0 sigur gegn Sheffield Wednesday í september 1999.

Newcastle er með níu stig eftir sex umferðir þökk sé stórsigrinum í dag en Sheffield situr eftir á botninum með eitt stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 29 11 +18 33
2 Liverpool 14 9 4 1 32 14 +18 31
3 Man City 14 9 3 2 36 16 +20 30
4 Aston Villa 14 9 2 3 33 20 +13 29
5 Tottenham 14 8 3 3 28 20 +8 27
6 Newcastle 14 8 2 4 32 14 +18 26
7 Man Utd 14 8 0 6 16 17 -1 24
8 Brighton 14 6 4 4 30 26 +4 22
9 West Ham 14 6 3 5 24 24 0 21
10 Chelsea 14 5 4 5 25 22 +3 19
11 Brentford 14 5 4 5 22 19 +3 19
12 Crystal Palace 14 4 4 6 14 19 -5 16
13 Wolves 14 4 3 7 19 25 -6 15
14 Fulham 14 4 3 7 16 26 -10 15
15 Nott. Forest 14 3 4 7 16 22 -6 13
16 Bournemouth 14 3 4 7 16 30 -14 13
17 Luton 14 2 3 9 13 26 -13 9
18 Everton 14 5 2 7 15 20 -5 7
19 Burnley 14 2 1 11 15 32 -17 7
20 Sheffield Utd 14 1 2 11 11 39 -28 5
Athugasemdir
banner
banner
banner