Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 24. september 2023 17:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Lengjudeildin
watermark Vestramenn studdu vel við liðið.
Vestramenn studdu vel við liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Fagnað af innlifun í leikslok.
Fagnað af innlifun í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Vladimir Tufegdzic.
Vladimir Tufegdzic.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var ótrúleg tilfinning. Þetta voru tveir mjög erfiðir leikir, þeir komu með annað leikplan í þennan leik miðað við fyrri leikinn þegar þeir komu til að verjast. Þegar þú horfir heilt yfir þá held ég að við vorum mun betra liðið og eigum skilið að vinna. Við erum spenntir að mæta til leiks í úrslitaleiknum," sagði Vladimir Tufegdzic, markaskorari Vestra, eftir jafnteflið gegn Fjölni í dag.

Jafnteflið dugði Vestra til að komast í úrslitaleik við Aftureldingu um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili og fögnuðu gestirnir vel í Grafarvogi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Vestri

„Það var stórkostlegt, alveg ljómandi og ég vona að það komi enn fleiri á úrslitaleikinn," sagði Túfa um stuðninginn úr stúkunni. „Allir eru spenntir, við leikmenn líka. Þetta var markmið okkar á tímabilinu."

Hann var spurður út í leikina gegn Aftureldingu í sumar. Hvernig heldur hann að úrslitaleikurinn verði?

„Það er ekki hægt að spá hvernig úrslitaleikurinn verður, hann mun ráðast á smáatriðum og liðið sem verður tilbúnara vinnur. Það er ekkert í fortíðinni sem skiptir máli. Þetta er bara úrslitaleikur."

Túfa kom Vestra yfir seint í fyrri hálfleik. „Frábær sending, frábært hlaup frá mér og ég skoraði. Allt liðið vinnur fyrir mörkunum okkar og ég er bara sá sem skoraði. Kannski skora ég aftur í næsta leik, en það eina sem skiptir máli er að við náum í góð úrslit og komumst upp í Bestu."

„Ég var ekki stressaður, ég hef spilað marga mikilvæga leiki og það snýst allt um hausinn á þér. Ef þú ert tilbúinn í höfðinu... þú þarft að lifa af með tíu leikmenn inn á, það skiptir engu máli hvernig leikurinn er að þróast."


Vestri var ekki lengi manni færri. Bjarni Þór Hafstein í liði Fjölnis sparkaði í Túfa og fékk að líta rauða spjaldið um miðbik seinni hálfleiks. Hvernig upplifði Túfa það?

„Leikmaðurinn sparkaði í mig og ég lenti á höfðinu. Mér svimaði smá í nokkrar mínútur og þeir tóku ákvörðun að ég færi af velli. Núna líður mér vel."

„Ég veit ekki af hverju hann sparkaði í mig, þetta var bara návígi, ég ýtti í hann, hann ýtti í mig og kannski var hann pirraður af því þeir voru að tapa. Menn geta misst hausinn, það er hluti af fótbolta. Ég var hissa, en ég get ekki stýrt því hvað hann gerir,"
sagði Túfa.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner