lau 24. október 2020 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: HB með níu fingur á titlinum eftir dramatískan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið færeyska boltans unnu leiki sína í dag. Þar er HB Þórshöfn með átta stiga forystu þegar þrjár umferðir eru eftir en framundan er innbyrðisviðureign gegn NSÍ Runavík sem er í öðru sæti.

Heimir Guðjónsson gerði HB að meisturum með glæsibrag sumarið 2018 og tók Guðjón Þórðarson í kjölfarið við hjá NSÍ en sagði starfi sínu lausu eftir fínasta tímabil. Sigurður Jónsson, afreksþjálfari ÍA, hefur verið orðaður við starfið hjá NSÍ að undanförnu.

Í leikjum dagsins vann HB gríðarlega dramatískan sigur á útivelli gegn AB Argir. HB komst í tveggja marka forystu fyrir leikhlé en missti mann af velli og tókst heimamönnum í AB að jafna.

Tíu leikmenn HB gerðu þó sigurmark í uppbótartíma, þar var á ferðinni Hilmar Leon Jakobsen sem gerði tvennu í dag og er þar með kominn með sjö mörk í síðustu fimm leikjum.

Staðan hjá NSÍ og Vikingi var einnig jöfn 2-2 en Egilsoft Rogvi Nielsen gerði sigurmark NSÍ á 79. mínútu.

KÍ Klaksvik er í þriðja sæti með tvo leiki til góða. KÍ þarf fimm sigra í röð til að gera atlögu að titlinum, ef HB misstígur sig. HB og KÍ mætast í lokaumferðinni.

Staðan:
1. HB 24 leikir 64 stig 74-20
2. NSÍ 24 leikir 56 stig 51-21
3. KÍ 22 leikir 52 stig 61-20
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner