Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   sun 24. október 2021 14:33
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og Liverpool: Konate byrjar - Mane og Pogba á bekknum
Ibrahima Konate er í vörninni á meðan Sadio Mane er á bekknum
Ibrahima Konate er í vörninni á meðan Sadio Mane er á bekknum
Mynd: Liverpool
Manchester United og Liverpool eigast við í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 á Old Trafford. Bruno Fernandes er klár í leikinn og er í byrjunarliðinu en Paul Pogba er á bekknum.

Ibrahima Konate er í vörn Liverpool í leiknum í dag á meðan Joel Matip tekur sér sæti á bekknum. Sadio Mane er þá einnig á bekknum. Diogo Jota er í fremstu víglínu ásamt Roberto Firmino og Mohamed Salah.

Bruno Fernandes er í byrjunarlið United en hann var tæpur fyrir leikinn í dag. Paul Pogba og Jadon Sancho eru á bekknum.

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, McTominay, Fred, Greenwood, Fernandes, Rashford, Ronaldo.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Konate, Robertson, Henderson, Milner, Keita, Firmino, Jota, Salah.
Athugasemdir
banner