Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 24. október 2021 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Frábær endurkoma Köln - Frankfurt byrjar illa
Köln kom til baka.
Köln kom til baka.
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í þýsku úrvalsdeildinni þennan ágæta sunnudag.

Bayer Leverkusen hefði getað komið sér upp fyrir Freiburg í þriðja sæti deildarinnar með sigri gegn Köln á útivelli. Þetta leit ágætlega út til að byrja með fyrir þá, þar sem Leverkusen var komið 0-2 yfir eftir 17 mínútur.

Köln fór vel yfir málin í hálfleik og þeir komu sterkari út í seinni hálfleikinn. Anthony Modeste minnkaði muninn eftir rúmlega klukkutíma leik og svo jafnaði hann metin á 82. mínútu.

Lokatölur 2-2, gríðarlega svekkjandi fyrir Leverkusen, sem er í fjórða sæti. Köln hefur byrjað tímabilið vel og er í áttunda sæti.

Danska ungstirnið Wahid Faghir bjargaði stigi fyrir tíu leikmenn Stuttgart gegn Union Berlín með marki í uppbótartíma og þá vann Bochum góðan heimasigur gegn Eintracht Frankfurt, sem hefur farið mjög illa af stað.

Union Berlín er í fimmta sæti, Stuttgart í 13. sæti, Bochum í 14. sæti og Frankfurt situr í 15. sætinu.

Stuttgart 1 - 1 Union Berlin
0-1 Taiwo Awoniyi ('31 )
1-1 Wahid Faghir ('90 )
Rautt spjald: Atakan Karazor, Stuttgart ('57)

Koln 2 - 2 Bayer
0-1 Patrik Schick ('15 )
0-2 Karim Bellarabi ('17 )
1-2 Anthony Modeste ('63 )
2-2 Anthony Modeste ('82 )

Bochum 2 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Danny Blum ('3 )
1-0 Goncalo Paciencia ('11 , Misnotað víti)
2-0 Sebastian Polter ('90 )
Athugasemdir
banner
banner