Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. nóvember 2019 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool með tveimur stigum meira en United og Arsenal
Mynd: Getty Images
Það eru öll liðin nema tvö (Newcastle og Aston Villa) búin að leika 13 leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Eftir þessa 13 leiki er Liverpool á toppnum með átta stiga forystu. Liverpool hefur unnið 12 leiki og gert eitt jafntefli til þessa, liðið er með 37 stig.

Á meðan hafa Arsenal og Manchester United verið í miklum vandræðum. Arsenal er í áttunda sæti með 18 stig og United í níunda sæti með 17 stig.

Það þýðir að Liverpool er með tveimur stigum meira en Arsenal og United til samans. Liverpool er 20 stigum á undan Man Utd í nóvember.


Athugasemdir
banner
banner