Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var sáttur eftir 4-1 sigur Manchester United á Istanbul Basaksehir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Man Utd aftur á sigurbraut - Stórlið áfram
Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Man Utd aftur á sigurbraut - Stórlið áfram
„Í fyrri hálfleiknum sást strax hvað við ætluðum okkur, þeir vildu spila og njóta þess. Þetta er Meistaradeildarkvöld á Old Trafford, þú býst við því að þeir njóti sín. Við skoruðum góð mörk og ég er ánægður," sagði Solskjær.
Donny van de Beek og Edinson Cavani komu inn í byrjunarliðið og stóðu sig vel.
„Þeir eru að venjast því hvernig við viljum spila. Donny getur spilað í mörgum mismunandi stöðum og Edinson er gamaldags nía, en við höfum ekki haft þannig leikmann í langan tíma. Ég er ánægður með hvernig Anthony (Martial) spilaði á vinstri vængnum."
Bruno Fernandes leyfði Marcus Rashford að taka vítaspyrnu sem United fékk í leiknum. „Marcus er mjög góð vítaskytta og ef Bruno vill leyfa honum að taka hana, af hverju ekki? Anthony tók eina gegn Leipzig líka - af hverju ekki að deila þeim?"
Man Utd þarf eitt stig til að komast áfram í 16-liða úrslitin en liðið á eftir heimaleik gegn PSG og útileik gegn RB Leipzig.
„Við þurfum eitt stig. Við viljum vinna riðilinn auðvitað en við tökum einn leik í einu," sagði Solskjær.
Athugasemdir