mið 24. nóvember 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Getur ekki beðið eftir því að sjá Sessegnon spila
Ryan Sessegnon
Ryan Sessegnon
Mynd: Getty Images
Ryan Sessegnon verður í byrjunarliði Tottenham þegar liðið mætir NS Mura í Sambandsdeildinni á morgun.

Sessegnon lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni á leiktíðinni þegar hann kom inn á í 2-1 sigri Spurs gegn Leeds á sunnudag. Leikurinn á morgun verður fjórði leikur Sessegnon á tímabilinu.

Sessegnon er 21 árs og getur bæði spilað í bakverðinum og á kantinum.

„Núna er hann tilbúinn í að byrja leik. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig hann stendur sig því hann er hæfileikaríkur leikmaður og getur bætt sig mikið," sagði Antonio Conte, stjóri Tottenham, á fréttamannafundi í dag.

„Allir leikmenn sem eru heilir heilsu munu ferðast með okkur. Ég verð aðeins að dreifa álaginu vegna þess að sumir eru þreyttir og sumir þurfa að spila því þeir hafa lítið fengið að spila," sagði Conte.

Þeir Cristian Romero, Giovani Lo Celso og Dane Scarlett ferðast ekki með Tottenham vegna meiðsla. Af þeim verður Romero sennilega frá í lengstan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner